Fréttir

Yfir 1700 leikskólakrakkar mættu í Borgarleikhúsið

Mynd: Borgarleikhúsið

Öllum börnum í elsta árgang leikskóla Reykjavíkurborgar var boðið í Borgarleikhúsið í vikunni til að sjá sýninguna Töfra leikhússins. Yfir 1700 leikskólakrakkar mættu á þennan árlega viðburð og óhætt að segja að leikhúsið hafi verið iðandi af lífi þá daga sem krakkarnir voru í heimsókn.

Sýningin sett saman af Bergi Þór Ingólfssyni, leikstjóra, og leikurunum Arnari Dan Kristjánssyni, Lalla töframanni, Rakel Björk Björnsdóttur, Sölva Viggóssyni Dýrfjörð og Viktoríu Sigurðardóttur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í vikunni.

Leikskola_5_2019-web

Leikskola_4_2019-web

Leikskola_1_2019-web

Leikskola_3_2019-web

- -

Upp