Fréttir

Við hjá Leikhúsin.is ætlum að bjóða 5 heppnum uppá stórskemmtilega kvöldstund!

Við hjá Leikhúsin.is ætlum að bjóða 5 heppnum uppá stórskemmtilega kvöldstund!
Henni fylgja 2 miðar á sýninguna 1984 í Borgarleikhúsinu næstkomandi sunnudag (22. október) klukkan 20:00.
Einnig ætlum við að bjóða vinningshöfum út að borða á KOL fyrir sýningu.

1984 – 22. október – 20:00

Algert eftirlit er markmiðið í eftirlitssamfélagi Orwells í skáldsögunni 1984. Winston er starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að breyta upplýsingum og staðreyndum í blöðum og kennslubókum eftir skipunum Flokksins. Svonefndum hliðstæðum staðreyndum eða öllu heldur skaðreyndum er óspart plantað til að draga úr gagnrýni og sjálfstæðri hugsun almennings. Winston skrifar leynilega dagbók sem einskonar heimild fyrir framtíðina. Skilaboð til komandi kynslóða og uppreisnaráskorun. Eða bara huglæg lýsing á heimi þar sem stríð er friður, þrældómur er frelsi og fáfræði er styrkur.

Related image

Leikhúsmatseðillinn – 22. október – fyrir sýningu

Forréttur:
Sjávarréttasúpa
Lax, tígrisrækja, rjómaostur, brauðteningar, jurtir

Aðalréttur:
Kolaður lax
Eldaður medium-rare, fennel escabeche, dillepli, granóla, aioli, dill-Hollandaise
eða:
Nautatvenna
Nautalund og brasserað uxabrjóst, piparpólenta, sveppir, möndlur, sætkartöflu- og svart hvítlauksmauk, blaðlaukur, fáfnisgrassfroða, blaðlaukskex

Eftirréttur:
Hvítsúkkulaði ostakaka
Bláberja og timjan parfait, granóla

Loading

 

Taggaðu þann sem þú vilt taka með þér á facebook færsluna hér og vertu viss um að hafa líkað við facebook síðu Leikhúsin.is.

- -

Upp