Fréttir

Verðlaunahátíð fyrir þá sem eru ekki á sviðinu

Leikhúsvefsíðan WhatsOnStage ætlar að halda verðlaunahátíð sem ber nafnið WhatsOffStage í október. Verðlaunahátíðin er nokkuð óvenjuleg, en flokkarnir sem verðlaun eru veitt fyrir eru ekki beint hefðbundnir og einblína mun frekar á starfsfólk í forsal og miðasölu leikhúsanna heldur en þá sem vinna á sviðinu.

Meðal verðlaunaflokka á hátíðinni verða til dæmis besta miðasalan, besta starfsfólk í forsal og aðgengilegasta leikhúsið. Almenningur velur sigurvegara á verðlaunahátíðinni en hægt er að kjósa sitt uppáhalds leikhús á vefsíðu WhatsOnStage til 5. október næstkomandi.

Athygli skal vakin á því að einungis leikhús í London geta unnið til verðlaunanna og þó svo að gaman væri að kjósa íslenskt leikhús í atkvæðagreiðslunni er það því miður algjörlega tilgangslaust.

- -

Upp