Fræðsla

Vefsíða sviðslistasambands Íslands

Sviðslistarsamband Íslands (LSÍ) eru heildarsamtök sviðslista á Íslandi. Sambandið var stofnað árið 1972. Að baki því standa öll fagfélög þeirra starfsgreina er fást við sviðslistir ásamt sjálfstæðum leikhópum, bandalögum og stofnunum innan sviðslista á Íslandi.

Forseti sambandsins er Marta Nordal, kosin á aðalfundi haustið 2013 og er hún talsmaður sambandsins út á við.

Kynningarfulltrúi sambandsins er Ásgerður Júlíusdóttir og sér hún um kynningarmál sambandsins og Grímuna, Íslensku Sviðslistaverðlaunin.

SSÍ á og rekur Íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna sem haldin er ár hvert í júní. Vefsetur Grímunnar er http://www.griman.is en kráning verka fyrir Grímuna fer fram á vefsíðu SSÍ: http://www.stage.is
Á þeirri heimasíðu má finna margar nytsamlegar upplýsingar fyrir sviðslistafólk.

 

- -

Upp