Fréttir

Vala Kristín kemur fersk inn

Sýningar hófust að nýju, síðastliðinn föstudag, á hinum sprenghlægilega gamanleik Úti að aka. Sýningin sló í gegn á síðasta leikári og var því ákveðið að taka sýninguna aftur upp nú í haust. Sýningin hefur að skipa einvala hóp leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Það er þó ein breyting á leikarahópnum frá síðasta leikári þar sem Vala Kristín Eiríksdóttir kemur inn í sýninguna í staðin fyrir Elmu Stefaníu Ágústdóttur. Samkvæmt heimildum leikhusin.is var mikið hlegið á föstudaginn og stóð Vala Kristín sig með mikilli prýði.

 

 

- -

Upp