Borgarleikhúsið

Úti að aka

Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka.

Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð! Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og staðfærði öll verkin við afbragðs viðtökur.

Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

Úr gagnrýni:

,,Þær Ilmur og Halldóra voru mjög góðar í sínum hlutverkum” – Víðsjá, Rúv.

,,… hér var sett upp sýning af fagmennsku, leikurinn góður og mikið hefur verið lagt í sýninguna sjálfa” – Víðsjá, Rúv.

,,Og Bergur Þór Ingólfsson stelur hreinlega senunni” – SBH. Morgunbl.

,,Þetta er alveg eiturhresst” – SB. Kastljós.

,,Leikararnir njóta sín mjög vel þarna. Þetta eru náttúrlega súper leikarar” – HA. Kastljós.

,,Skemmtileg kvöldstund” – SB. Kastljós.

,,Bergur Þór kann augljóslega sitt fag” – SJ. Fréttablaðið.

- -

Upp