Fréttir

Upplýsingar um áhrif samkomubanns

Á meðan samkomubanni stendur falla allar sýningar niður í Borgarleikhúsinu. Þegar nýjar dagsetningar sýninga liggja fyrir verða þær auglýstar á borgarleikhus.is og á samfélagsmiðlum Borgarleikhússins.

Ef spurningar vakna varðandi miðabreytingar er fólki bent á að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000 eða með tölvupósti á netfangið midasala@borgarleikhus.is.

Fyrst þið komist ekki til okkar, þá komum við til ykkar því Borgarleikhúsið mun bregðast við þessum óvenjulegu aðstæðum með því að vera með sérstakar útsendingar og miðla þannig töfrum leikhússins. Efnið verður verður sambland af brotum úr uppfærslum leikhússins, uppistandi, fyrirlestrum, tónlistaratriðum, dansi, gjörningum og allskonar öðru skemmtilegu sem okkur dettur í hug. Ætlunin er fyrst og fremst að virkja orku leikhússins og gleðja þjóðina á þessum einkennilegu tímum. Við eigum að ótrúlegt hæfileikafólk, sem er tilbúið að deila list sinni og veita innblástur — og við þurfum að sjálfsögðu að koma í veg fyrir almenna menningarsóun á næstu vikum. Við erum öll í þessu saman.

- -

Upp