Borgarleikhúsið

Unnur Ösp og Hilmir Snær í öðrum hluta Dúkkuheimilisins

Þau Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason snúa aftur í öðrum hluta Dúkkuheimilisins og verður leikritið frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 21. september. Þessi tvö léku saman í Dúkkuheimilinu eftir Henrik Ibsen í Borgarleikhúsinu leikárið 2014-2015 og var sú sýning sú sigursælasta á Grímunni eftir það leikár þar sem hún var meðal annars valin sýning ársins.

Dúkkuheimilið, annar hluti er eftir Lucas Hnath og gerist nokkrum árum eftir að Dúkkuheimili Ibsen lauk. Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar.

Auk þeirra Unnar og Hilmis leika í verkinu þær Ebba Katrín Finnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri þess er Una Þorleifsdóttir, Salka Guðmundsdóttir þýddi leikritið, Börkur Jónsson hannar leikmyndina, Stefanía Adolfsdóttir sér um búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu, Una Sveinbjarnardóttir sér um tónlist, Sveinbjörg Þórhallsdóttir er danshöfundur og Guðbjörg Ívarsdóttir sér um leikgervi.

Fréttin er fengin af vef borgarleikhússins.

- -

Upp