Lífsstíll

Tjarnarkortin

Besta og hagkvæmasta leiðin til að njóta einstakrar listupplifunar!
Með Tjarnarkortið í vasanum getur þú séð fjöldann allan af sýningum komandi leikárs, eins oft og þú vilt! Tjarnarkortið er nafnlaust og takmarkast ekki við fyrirfram valdar sýningar. Þar með getur þú tekið fjölskyldumeðlimi og vini með þér í leikhús og glatt þau sem standa þér nær með persónulegri gjöf.
Með því að tryggja þér Tjarnarkortið leggur þú okkur í Tjarnarbíói lið við að styrkja sjálfstæðar sviðslistir á Íslandi. Þinn stuðningur gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá af því besta og ferskasta í íslenskum sviðslistum og tryggja sviðslistafólki vettvang til listsköpunar. Sem vinir hússins njóta handhafar Tjarnarkortsins ýmissa fríðinda: 15 % afsláttar af öllum veitingum Tjarnarbarsins, mánaðarleg fréttabréf og persónulegra boða á viðburði tengda hverri sýningu.
Tjarnarkortið er fáanlegt bæði fyrir börn og fullorðna og hægt er að tryggja sér kort á tix.is eða í miðasölu Tjarnarbíós.

- -

Upp