Fréttir

Tjarnarbíó sýnir danverkið FUBAR

Mynd: Sigga Soffía (Tjarnarbíó)

Nú styttist í frumsýningu á FUBAR!

FUBAR er dansverk eftir Siggu Soffíu unnið í samstarfi við Jónas Sen tónlistarmann, Helga Má Kristinnsson myndlistarmann og Hildi Yeoman tískuhönnuð.

FUBAR fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda um allt land auk tveggja tilnefninga til Grímuverðlaunanna 2017: Jónas Sen fyrir tónlist ársins og Sigga Soffía sem dansari ársins.

Sýningin er blanda af uppistandi, dansi, söng og tónlist en verkið FUBAR var sýnt í Reykjavík í Gamlabíó, á Airwaves´16 og víða um landið á síðasta leikári. Verkið er því tekið upp aftur og verða tvær sýningar í Tjarnarbíó og í framhaldi verða sýningar á Norðaustur horni landsins, Hveragerði, Vestmannaeyjum o.fl

Hér er hægt að nálgast miða.

 

- -

Upp