Fréttir

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í leiklist

Nú hafa tilnefningar til Menningarverðlauna DV fyrir árið 2017 verið tilkynntar, en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í nýjum höfuðstöðvum blaðsins þann 5. október næstkomandi. Dómnefnd í flokki leiklistar var skipuð þeim Bryndísi Loftsdóttur, Silju Björk Huldudóttur og Silju Aðalsteinsdóttur. Hér að neðan má lesa tilnefningarnar, en þær eru að sjálfsögðu fengnar af vef DV.

Leikhóparnir Miðnætti og Lost Watch fyrir barnasýninguna Á eigin fótum í Tjarnarbíó; leikstjóri Agnes Wild.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Ellý í uppfærslu Vesturports og Borgarleikhússins.

Eggert Þorleifsson fyrir titilhlutverkið í Föðurnum eftir Florian Zeller undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassa Þjóðleikhússins.

Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Tyrfingur Tyrfingsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kartöfluæturnar á Litla sviði Borgarleikhússins.

Leikhúsin.is óska öllum tilnefndu listamönnunum innilega til hamingju með viðurkenninguna. Nánari rökstuðning á vali dómnefndar má lesa hér.

- -

Upp