Fréttir

Þrjár vinsælar sýningar halda áfram næsta haust

leikhusid.is

Þrjár geysivinsælar sýningar, síðasta leikárs,  verða teknar aftur til sýninga í haust í Þjóðleikhúsinu: Fjarskaland, Tímaþjófurinn og Maður sem heitir Ove. Fjölskyldusöngleikurinn Fjarskaland hefur verið sýndur fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu í janúar, og gleðin heldur áfram á Stóra sviðinu í haust. Tímaþjófurinn hefur sömuleiðis fengið frábærar viðtökur, og hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar – Íslensku leiklistarverðlaunanna. Einleikurinn Maður sem heitir Ove hefur verið sýndur í Reykjavík og víða um land í næstum ár, við fádæma vinsældir. Siggi Sigurjóns var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í sýningunni.

- -

Upp