Fréttir

Þorleifur Örn fertugur

Ljósmynd: Vísir/Arnþór

Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri fagnaði fertugsafmælinu sínu umvafinn ástvinum og samstarfsfélögum í gær. Staðsetningin var afar viðeigandi, en þessi mikli leikhúsmaður fagnaði áfanganum á Kristalsal Þjóðleikhússins, en salinn má finna á annarri hæð í forsal leikhússins.

Þorleifur hefur komið víða við og getið sér gott orð sem leikstjóri þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur gert afar umdeildar sýningar úti í hinum þýskumælandi heimi en hér á Íslandi er hann þekktur fyrir stórkostlegar uppfærslur á nýjum og gömlum verkum á báðum stóru sviðunum. Má þar nefna Engla alheimsins og Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu og uppfærslur á Njálu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu.

Ritstjórn Leikhúsin.is óskar Þorleifi innilega til hamingju með stórafmælið!

- -

Upp