Fréttir

Þjóðleikhúsráð segir af sér

Mynd: VISIR/HANNA

Allir fulltrúar í Þjóðleikhúsráði hafa sagt sig úr ráðinu til að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra sé hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi fulltrúa í ráðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mennta- og menningarráðuneytisins en staða þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst til umsóknar. Ari Matthíasson er núverandi þjóðleikhússtjóri.

Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins sem er skiptað af mennta- og menningarmálaráðherra. Þar sitja fimm fulltrúar frá Félagi íslenskra leikara, félagi leikstjóra á Íslandi og þrír án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi leikhúsráðsins.

Mennta- og menningarmálaráðherra þakkar fráfarandi Þjóðleikhúsráði fyrir vel unnin störf en nýtt Þjóðleikhúsráð mun starfa frá 1. júlí næstkomandi og mun meta hæfi umsækjenda og starfa með Þjóðleikhússtjóra til næstu fjögurra ára.

Í þjóðleikhúsráði sátu eftirfarandi:

Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Herdís Þórðardóttir, Birna Hafstein fulltrúi leikara, Ragnar Kjartansson listamaður og Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, fulltrúi leikstjóra.

Grein frá visir.is

- -

Upp