Fræðsla

Þjóðleikhúsið og sviðslistadeild Listaháskólans í samstarf

Mynd: Steinunn Knútsdóttir og Ari Matthíasson (Þjóðleikhúsið)

Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri og Steinunn Knútsdóttir forseti sviðslistadeildar
undirrituðu samkomulag um að Þjóðleikhúsið sýni útskriftarverkefni leiklistardeildar. Átta útskriftarefni munu ásamt völdum leikurum Þjóðleikhússina sýna leikritið Aðfaranótt eftir Kristján Hrafn Þórðason en það bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Félags leikskálda og handritshöfunda um leikrit fyrir útskriftarárganginn.

Verkið verður sýnt í Kassanum vorið 2018.

Hér má finna upplýsingar um verkið: http://www.leikhusid.is/syningar/adfaranott

 

- -

Upp