Fréttir

Taktu þátt í að leiða Þjóðleikhúsið á skapandi tímamótum

Mynd: Þjóðleikhúsið

Við auglýsum eftir umsóknum í þrjár stöður:

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri leikhússins við hlið leikhússtjóra. Hann fer fyrir rekstrarsviði leikhússins en undir það heyra sviðs- og tæknideildir; fjármál og rekstur; samskipta-, markaðs- og upplýsingamál, og skipulags- og öryggismál.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg.is.

Forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar

Forstðumaður mótar og framfylgir samskiptastefnu leikhússins. Hann stýrir samtali leikhússins við samfélagið, fer fyrir markaðs- og sölumálum, og hefur yfirumsjón með upplifun og þjónustu.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg.is

Þjónustu- og upplifunarstjóri

Þjóðleikhúsið hyggst stórbæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta allt frá því komið er í leikhúsið og þar til leiksýningu er lokið. Þjónustu- og upplifunarstjóri stýrir allri þjónustu og upplifun gesta í og í kringum leikhúsið. Hann mun leiða bætta veitingaþjónustu.
Nánar um starfið, hæfnis- og menntunarkröfur á starfatorg. is.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.

Þjóðleikhúsið hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar á starfatorg.is.

 Nánari upplýsingar um leikhúsið og nýtt skipulag

Grein frá Þjóðleikhúsinu.

- -

Upp