Sýning

Konur og Krínólín

Edda Björgvinsdóttir er saumakona og „dresser“ í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem gamall tískupallur vaknar til lífsins við það að glæsilegar og fjölhæfar leikkonur streyma fram í litríkum klæðum, dansa og syngja í stjórnlausri gleði.

Afmælishátíð

Leikhúslistakonur 50+ hafa starfað í fimm ár og fagna nú afmælisárinu með tveim sýningum:
 Dansandi ljóð í janúar og Konur og krínólín í febrúar.

Hægt er að kaupa miðar á báðar sýningarnar á aðeins 7.000,- kr

„Leikhúskort og gjafakort Þjóðleikhússins gildir ekki á þessa sýningu.“
Í samstarfi við Leikhúslistakonur 50+

Dansandi ljóð er leiksýning þar sem ljóð, tónlist og hreyfingar sameinast í töfraheimi íslenskrar nútímakonu. Ævisaga hennar er sögð frá fæðingu til fullorðinsára á myndrænan, dramatískan og fyndinn hátt. Átta leikkonur túlka söguhetjuna, örlög hennar og ástir. Leikgerðin byggir á ljóðum eftir Gerði Kristnýju og tónlist eftir Margréti Kristínu Sigurðardóttur (Fabúlu). Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir

- -

Upp