Borgarleikhúsið

Kæra Jelena

Lífið er ógeðslegt, Jelena, er það ekki?

Kæra Jelena snýr aftur eftir kraftmikil viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda á síðasta leikári. Verkið fjallar um hóp nemenda sem kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og við það að taka stóra skrefið út í lífið. Fljótlega komumst við þó að því að þau hafa allt annað í huga en að gleðja kennarann sinn og atburðarásin fer gjörsamlega úr böndunum.

Í Kæru Jelenu takast kynslóðir á í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og yfirlæti. Á hvaða tímapunkti breytist framagirni og metnaður í yfirgang, ofbeldi og siðblindu? Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði leikritið árið 1980 og fór það sigurför um heiminn auk þess að vera kvikmyndað. Í nýrri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur færum við verkið nær okkur í stað og tíma.

Kæra Jelena fékk tvær tilnefningar til Grímuverðalauna árið 2019. Halldóra Geirharðsdóttir tilnefningu sem leikkona ársins í aðalhlutverki og Sigurður Þór Óskarsson sem leikari ársins í aukahlutverki.

Athugið að atriði í sýningunni geta vakið óhug.
Sýningin er ekki æskileg fyrir börn yngri en 12 ára.

- -

Upp