Sýning

Guðmundur Steinsson – Leiklestraveisla

Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni í Þjóðleikhúskjallaranum

Leiklestrafélagið í samstarfi við Þjóðleikhúsið, stendur fyrir leiklestrum á verkum eftir Guðmund Steinsson (f. 19. apríl 1925, d. 15. júlí 1996) og kynningu á skáldinu í Leikhúskjallaranum.

Umsjón: Þórunn Magnea Magnúsdóttir.

Ráðgjöf og aðstoð: Kristbjörg Kjeld, María Kristjánsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir.

Leikstjórar: Sveinn Einarsson, Benedikt Erlingsson og Stefán Baldursson.

Leiklestrafélagið, í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

 

Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni í Þjóðleikhúskjallaranum. 

Undir borðum verður:

1. Mælt fyrir minni skáldsins.

Lau. 26. okt. kl. 16:00

Viðfangsefni og þemu skáldsins kynnt með lestri víða úr lífsverkinu, m.a. úr Forsetaefninu sem var frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir 55 árum, þann 21. október 1964.

Umsjón: María Kristjánsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

2. Þjóðhátíð

Sun. 27. okt kl. 19.30 og þri. 29. okt kl. 19.30

Leikstjóri: Sveinn Einarsson

3. Stundarfriður

Stundarfriður – fim 31. okt kl. 19.30 og sun 3. nóv kl. 16

Leikstjóri: Benedikt Erlingsson

4. Katthóll

Fim 7. nóv. kl. 19.30 og sun. 10. nóv. kl.16.00

Leikstjóri: Stefán Baldursson

- -

Upp