Borgarleikhúsið

Club Romantica

Sýningar

28/09/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík
05/10/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík
06/10/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík
20/11/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík
21/11/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík
24/11/2019
20:00
Borgarleikhúsið
Reykjavík

Hvað varð eiginlega um konuna á myndinni?

Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu. Var því stolið? Týndist það? Var því kannski hent? Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 40 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni.

Eftir tíu ára umhugsun hefur Friðgeir loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra.

Í Club Romantica kynnir Friðgeir fólkið á myndunum fyrir áhorfendum, segir sögu þess og sviptir hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverfum af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun einhver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið.

Friðgeir Einarsson hefur starfað með hópum á borð við Kriðpleir, Sextán elskendur og Íslenska dansflokkinn. Hann hefur einnig gefið út tvær bækur, smásagnasafnið „Takk fyrir að láta mig vita“ og skáldsöguna „Formaður húsfélagsins.“

Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þriggja annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins.

Í samstarfi við leikhópinn Abendshow.

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti – Leiklistarráði.

- -

Upp