Fréttir

Svartlyng frumsýnt í gær

Í gær frumsýndi Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, hinn sótsvarta gamanleik Svartlyng í Tjarnarbíó. Við óskum Gralverjum innilega til hamingju með frumsýninguna. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast hér og miða á sýninguna má finna á tix.is.

Fjallað var um Svartlyng í Menningunni á RÚV fyrir skemmstu. Þar var skyggnst á bak við tjöldin og aðstandendur spurðir spjörunum úr. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri verksins, var meðal annars spurður hinnar krefjandi spurningar hvort hann væri of tengdur málefnum sem verkið byggir að hluta til á. Viðtalið má sjá hér.

- -

Upp