Borgarleikhúsið

Styttist í Rocky Horror

Ljósmynd: RÚV

Þá er Mamma Mía ævintýrinu lokið. Um 190 sýningar og yfir 100 þúsund leikhúsgestir sem er met í leikhúsi á Íslandi. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst með næsta söngleik Borgarleikhúsins, Rocky Horror. En það er nokkuð ljóst að mikil eftirvænting er í loftinu eftir því að sjá Pál Óskar stíga aftur á sviði í gervi Frank-N-Furter. En það var í uppfærslu Menntaskólans í Hamrahlíð á Rocky Horror árið 1991 sem Páll Óskar fór svo eftirminnilega á kostum en sýningunni leikstýrði Kolbrún Halldórsdóttir. Hér má sjá brot úr þætti Hemma Gunn þar sem Páll Óskar kom fram í gervi Frank-N-Furters.

- -

Upp