Fræðsla

Styrkir til atvinnuleikhópa

Ljósmynd: rannis.is

Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings leiklistarstarfsemi með það að markmiði að efla íslenska leiklist og aðrar sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði. Slíkur fjárstuðningur getur auk almennrar leikstarfsemi tekið til barnaleikhúsa, brúðuleikhúsa, óperustarfsemi og listdans. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnuleikhópa eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.  Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna sem er lokið. Umsókn í atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til Listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi. Umsóknarfrestur er einu sinni á ári og rennur næsti umsóknarfrestur út þann 2. október 2017, kl. 16:00. Umsóknum skal skilað rafrænt. Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Nánari upplýsingar er að finna á https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/atvinnuleikhopar/

- -

Upp