Borgarleikhúsið

Stórskemmtilegt myndband af Reykjavík Pride

Borgarleikhúsið birti í dag á Facebooksíðu sinni skemmtilegt myndband af Gleðigöngunni í Reykjavík. Í myndbandinu má sjá smíði risastóra hælaskósins sem Páll Óskar ók um á í göngunni ásamt ófríðu fylgdarliði úr leikhópi söngleiksins Rocky Horror.

Söngleikurinn Rocky Horror heldur áfram í sýningu á þessu leikári og er fyrsta sýningin á laugardag. Ef marka má vinsældir sýningarinnar á síðasta leikári má gera ráð fyrir því að þessi fjörugi og hrollvekjandi söngleikur verði áfram í sýningu langt inn í leikárið.

- -

Upp