Fréttir

Stórskemmtileg innsýn í lífið baksviðs

Fylgjendur Þjóðleikhússins á Instagram fengu einstaka innsýn í líf leikhúslistamannsins um helgina. Þá tók leikarinn Bjarni Snæbjörnsson við Instagram-reikningnum og gaf áhorfendum innsýn í lífið bak við tjöldin. Bjarni leikur í Slá í gegn en hann leiddi fylgjendur í gegn um undirbúninginn fyrir sýninguna með tilheyrandi hári og sminki ásamt því að kíkja í heimsókn hjá nokkrum af tæknideildum Þjóðleikhússins. Sjón er sögu ríkari, hægt er að sjá Instastory Bjarna hér.

 

- -

Upp