Fréttir

Stórleikarinn Pálmi Gestsson sextugur

Mynd: Pálmi Gestsson

Stórleikarinn og ljúfmennið Pálmi Gestsson varð sextugur þann 2. október. Afmælisbarnið varði deginum í að æfa hlutverk sendiherrans í Risaeðlum Ragnars Bragasonar en að sjálfsögðu sá samverkafólk hans til þess að hann færi ekki ósunginn heim. Hjartanlega til hamingju með afmælið Pálmi.

Fyrir ofan má sjá vini Pálma í Þjóðleikhúsinu syngja afmælissönginn.

- -

Upp