Fréttir

Steinunn Sigurðardóttir í áhugaverðu viðtali um Tímaþjófinn

Steinunn Sigurðardóttir fór í viðtal á RÚV-Menning í kjölfar vel heppnaðrar bókmenntagöngu um Tímaþjófinn. “Steinunn segir að texti bókarinnar njóti sín einstaklega vel, en þrátt fyrir að efniviðnum sé sýnd virðing og tryggð þá hafi aðstandendur sýningarinnar tekið sér algjört listrænt frelsi. Hún segir að útkoman sé algjörir töfrar, eins konar jafnvægislist á milli ólíkra forma.” Hér er hægt að hlýða á viðtalið í fullri lengd: http://www.ruv.is/frett/sjo-ar-ad-na-throska-til-ad-skrifa-thessa-bok

Tímaþjófurinn hlaut frábærar viðtökur á síðasta leikári og fimm tilnefningar til Grímunnar. Nú hefur verið bætt við örfáum aukasýningum og er hægt að nálgast miða á sýninguna hér:  https://www.tix.is/is/leikhusid/buyingflow/tickets/3071/

- -

Upp