Fréttir

Spuni í Tjarnarbíó

Improv Ísland býr til sannarlega einstaka sýningu í hvert sinn út frá einu orði úr sal. Ekkert hefur verið ákveðið fyrirfram og sýningin verður aldrei endurtekin. Allt er spunnið á staðnum með það fyrir augum að skemmta áhorfendum.

Improv Ísland samanstendur af spunaleikurum úr öllum áttum sem hafa æft Haraldinn og önnur langspunaform síðustu ár. Í vetur sýndi hópurinn vikulega á íslensku fyrir fullu húsi og nú í sumar, nýkomin frá DCM spunamaraþoninu í New York, munu þau sýna á ensku í Tjarnarbíói.

- -

Upp