Borgarleikhúsið

Skyggnst bak við tjöldin á Elly

Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag, sem sýndur er á stöð 2, fékk á dögunum að kíkja bak við tjöldin í Borgarleikhúsinu og spjalla við aðstandendur hinnar geysivinsælu sýningar Elly. Sýningin hefur nú verið sýnd rúmlega 160 sinnum en leikhópurinn segist samt sem áður ekki hafa fengið leiða því að leika sýninguna.

Í innslaginu, sem sjá má hér að ofan, er rætt við Ólaf Egil Egilsson en hann er annar höfundur leikverksins. Ólafur segir frá tildrögum þess að ákveðið var að setja verkið á svið. Einnig er rætt við Björgvin Franz Gíslason, Hjört Jóhann Jónsson og að sjálfsögðu Katrínu Halldóru Sigurðardóttur en þau eru öll leikarar í sýningunni.

Sýningum á Elly er að sjálfsgöðu hvergi nærri lokið, en miðar á sýninguna út árið eru komnir í sölu á tix.is.

- -

Upp