Fræðsla

Skiptir um kjól á þrjátíu sekúndum

Í söngleikjum þurfa aðalpersónurnar oft að skipta um búninga og stundum þurfa þessar skiptingar að gerast á ljóshraða. Ein slík aðalpersóna er Mary Poppins og í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá leikkonu og starfsfólk sýningarinnar endurleika þrjátíu sekúndna hraðaskiptingu. Myndbandið birtist í þættinum Behind the Curtain, en fleiri skemmtileg myndbönd um allt sem tengist leikhúsi má finna á Youtube-rás American Theatre Wing.

Ekki er víst að Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafi þurft að framkvæma jafn hraða skiptingu og þessa þegar hún túlkaði Mary Poppins í uppfærslu Borgarleikhússins árið 2013. En einhver búningaskipti hlýtur hún þó að hafa haft og ekki er ólíklegt að einhver þeirra hafi hún þurft að framkvæma á ofurhraða.

- -

Upp