Fræðsla

Sirkusnámskeið fyrir kennara

Mynd: LHÍ

Sirkusnámskeið fyrir kennara helgina 11.- 12. nóvember!

Námskeið hentar vel fyrir starfandi kennara úr öllum greinum, leiðbeinendur í frístundaheimilum, kennaranema og listafólk sem hefur áhuga á að notast við aðferðir sirkuss sem tól í kennslu nemenda á öllum aldursstigum.

Kennari er Nick Candy en hann er bæði kennari og leikari að mennt, ásamt því að hafa starfað sem sirkuslistamaður í áratug.

Námskeiðið er verklegt með fræðilegu ívafi. Þátttakendur fá sýn inn í hvernig hægt er að nálgast eða búa til einföld sirkusáhöld. Mikil áhersla er lögð á leiki með hluti sem er grunnur af sirkusheiminum.

Á námskeiðinu verður farið í einfaldar grunnæfingar sem flest fólk með almenna hreyfigetu ætti að geta framkvæmt. Ekki er þörf á því að þátttakendur séu í afburða líkamlegu ásigkomulagi.

Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram á heimasíðu Opna listaháskólans:
www.lhi.is/opni-listahaskolinn

- -

Upp