Fréttir

Síminn nýr máttarstólpi Borgarleikhússins

Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Pistill frá Borgarleikhus.is

Síminn og Borgarleikhúsið hafa skrifað undir samstarfssamning þess efnis að Síminn verði einn af máttarstólpum leikhússins næstu ár. Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, skrifuðu undir samninginn.

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir samninginn mikilvægan fyrir leikhúsið og það starf sem þar er unnið. „Við erum hæstánægð með að Síminn sé kominn í góðan hóp máttarstólpa leikhússins. Máttarstólpar Borgarleikhússins eru mikilvægur stuðningur við starfsemina og gera okkur kleift að setja markið hátt og viðhalda þeim metnaði sem einkennt hefur leikhúsið undanfarin ár,“ segir Kristín.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, tekur í sama streng. „Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins og geta stutt það frábæra menningarstarf sem þar fer fram. Leikárið er fjölbreytt og ætti að fá leikhúsgesti til að skella upp úr sem og fella tár,“ segir Orri.

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir undirritun samningsins þar sem Kristín Eysteinsdóttir og Orri Hauksson stilltu sér upp með hluta leikhópsins í Ríkharði III sem verður frumsýnt þann 29. desember á Stóra sviði Borgarleikhússins.

- -

Upp