Fréttir

Síminn áfram máttarstólpi Borgarleikhússins

Mynd: Borgarleikhúsið

Síminn og Borgarleikhúsið skrifuðu fyrir helgi undir samstarfssamning þess efnis að Síminn verði einn af máttarstólpum leikhússins. Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, skrifuðu undir samninginn.

Þetta er annað árið í röð sem Síminn er máttarstólpi Borgarleikhússins. Á síðasta leikári var samstarfið einkar gott og sást það best í heimildarþáttum sem Sjónvarp Símans gerði um söngleikinn Matthildi í mars 2019. Það er von beggja aðila að hægt verði að þróa þetta góða samstarf enn frekar á yfirstandandi leikári með það að markmiði að gera enn betur.

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir að Kristín og Hildur Björk skrifuðu undir samninginn.

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp