Fréttir

Sex verk valin á Ungleik

Ungleikur er sjálfstæður leikhópur fyrir ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára. Á hverju ári óskar stjórn Ungleiks eftir innsendum leikverkum eftir ung leikskáld og svo sér dómnefnd um að velja nokkur þeirra sem síðan eru sett á svið undir merkjum Ungleiks.

Nú hefur dómnefnd Ungleiks ráðið ráðum sínum og valið sex leikverk sem sýnd verða á næstunni. Verkinu eru Svartir litir og Skæri, blað, steinn eftir Ernu Mist, Hlutverkaleikur eftir Björgu Steinunni Gunnarsdóttur, Syngjandi samúræinn eftir Önnulísu Hermannsdóttur, Krísufundur eftir Stefaníu Pálsdóttur og Gleðileg tár eftir Bjart Örn Bachmann.

Dómnefnd Ungleiks í ár var skipuð þeim Hrafnhildi Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins og sviðshöfundunum Guðmundi Felixsyni og Stefáni Ingvari Vigfússyni. Sá síðastnefndi mun einnig sinna hlutverki listræns stjórnanda Ungleiks þetta árið.

Á næstu dögum verða prufur fyrir leikara og mun þá höfundum og leikstjórum leikverkanna sex gefast tækifæri á að velja sér heppilega leikara í uppfærslur sínar.

- -

Upp