Fréttir

Samtalið á Klaustri leiklesið í Borgarleikhúsinu

Grein frá Borgarleikhus.is

Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga.

Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi.

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir leiklestrinum og leikarar eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Hilmar Guðjónsson.

Viðburðurinn, sem verður á Litla sviði leikhússins, er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.

Í samstarfi við Stundina og byggir einnig á heimildum frá Kvennablaðinu og DV.

- -

Upp