Fréttir

Ronja ræningjadóttir frumsýnd í dag

Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag fjölskyldusöngleikinn um Ronju ræningjadóttur. Nú þegar hafa 15.000 leikhúsgestir tryggt sér miða og því er ljóst að sýningin verður á fjölunum í dágóðan tíma. Í tilefni frumsýningarinnar birti Þjóðleikhúsið þetta skemmtilega myndband á facebook fyrir skemmstu.

Eins og áður hefur komið fram er það Salka Sól sem leikur titilhlutverkið og Selma Björnsdóttir leikstýrir. Með önnur hlutverk í sýningunni fara meðal annars Örn Árnason, Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson. Við óskum þeim og öllum aðstandendum sýningarinnar góðs gengis í kvöld!

- -

Upp