Borgarleikhúsið

Rocky Horror kíkti í Stúdíó 12

Páll Óskar og hans fylgdarlið kíkti í heimsókn í Stúdíó 12 á RÚV á dögunum. Þau tóku nokkur lög úr þessari gríðarlega vinsælu sýningu og þess á milli spjallaði Matthías Már við þá Pál og Jón Ólafsson tónlistarstjóra um sýninguna, tónlistina, lífið og tilveruna. Viðtalið og lögin má sjá á vef RÚV.

Miðasala á Rocky Horror er að sjálfsögðu ennþá á blússandi siglingu. Miða má nálgast á tix.is.

- -

Upp