Mælum með

Pizzadagurinn – Flatey Mathöll Hlemmi

Þann 9. Febrúar er alþjóðlegi Pizza dagurinn haldinn hátíðlega um víða veröld.

Getur þú ímyndað þér veröld án flatbökunnar? Nei, ekki við heldur 🙂
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir seinni heimstyrjöld var pizzan lítið sem ekkert þekkt fyrir utan Ítalíu. Hún laumaðist með ítölskum innflytjendum en rataði þó ekki inn í alheims vitundina fyrr en eftir seinna stríð.

Í dag er pizzan rómuð og dáð um heim allan og réttilega svo því hún er æði með öllum sínum áleggjum.

Fagnaðu deginum með ljúffengri pizzu hjá Flatey sem sérhæfir sig í aldagömlu pítsuhefðinni sem kennd er við Napólíborg á Ítalíu.

Í tilefni dagsins verða sérstök kjör á Margheritu – aðeins 1.000 kr. á meðan birgðir endast!

Margherita er hin upprunalega ítalska pítsa og í sérstöku eftirlæti á Flatey en þar á bæ er fullyrt að séu hráefnin fyrsta flokks er lítil þörf á að bæta á pítsubotninn öðru en tómötum, ferskum mozzarella, ólífuolíu og ferskri basilíku.

- -

Upp