Fræðsla

Pétur og Úlfurinn í Þjóðleikhúsinu – fyrir börn 2ja-10ára

Mynd: Bernd Ogrodnik (Þjóðleikhúsið)

Nú hefjast sýningar brátt á nýjan leik á þessari undurfallegu sýningu en hún hefur notið mikilla vinsælda allt frá frumsýningu. Hún hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, sett upp með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast víða um heim. Leikgerð, brúðugerð, brúðustjórnun og leikmynd er í höndum Bernd Ogrodnik.

Rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev samdi verkið í þeim tilgangi að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og hin ýmsu hljóðfæri. Með handunnum trébrúðum sínum og töfrabrögðum brúðuleikhússins sýnir Bernd Ogrodnik okkur þetta skemmtilega verk á hrífandi hátt.

Aldurshópur: 2ja – 10 ára
Sýningin er samstarfsverkefni Brúðuheima og Þjóðleikhússins.

Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna.

- -

Upp