Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa

Leiklistarráð hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnuleikhópa fyrir leikárið 2019. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða samstarfssamninga til tveggja ára. Frá þessu er greint á vef Sjálfstæðu leikhúsanna.

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegn um umsóknarkerfi Rannís en frestur til að skila umsóknum er til 16:00 þann 1. október næstkomandi.

Í fyrra bárust leiklistarráði 96 umsóknir frá 86 atvinnuleikhópum og voru 17 verkefni styrkt um samtals 96,5 milljónir króna.

- -

Upp