Fræðsla

Opnað fyrir umsóknir á leikarabraut LHÍ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir næsta skólaár. Þeir sem senda inn umsókn þurfa síðan að þreyta prufur sem skiptast í þrjú þrep og fara fram í janúar. Fyrir prufurnar þurfa umsækjendur að undirbúa þrjú verkefni sem mega saman ekki taka lengri tíma en 6 mínútur í flutningi. Að prufunum loknum verður svo allt að 10 nemendum boðin skólavist. Nánar má lesa um umsóknar- og inntökuferlið hér.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Halldóra Geirharðsdóttir eru nýráðnir fagstjórar leikarabrautar LHÍ. Samkvæmt vefsíðu skólans er markmið leikarabrautarinnar „að útskrifa víðsýna og skapandi listamenn, sem búa yfir þeirri tækni og þekkingu, sem sviðslistaumhverfi nútímans kallar á.“ Nánar má lesa um markmið brautarinnar og skipulag námsins hér.

Umsóknarfrestur er til 4. desember 2018 og kostar 5000 krónur að sækja um. Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef LHÍ eða með því að senda tölvupóst á vigdismas@lhi.is.

- -

Upp