Fréttir

Óperudagar í Reykjavík í fullum gangi

Um þessar mundir standa yfir Óperudagar í Reykjavík. Hátíðin er tveggja vikna listahátíð þar sem áhersla er lögð á óperu og söngviðburði. Hátíðin stendur yfir til 4. nóvember næstkomandi og enn er nóg eftir af viðburðum á dagskránni.

Á vefsíðu Óperudaga í Reykjavík segir að lögð verði áhersla á samruna listgreina, að atvinnutónlistarmenn og nemendur stígi á svið saman og eigi stefnumót við borgarbúa „bæði á förnum vegi og í menningarhúsum borgarinnar.“ Skipuleggjendur hyggjast virkja „þann gífurlega mannauð sem býr í klassískum söngvurum og samstarfsfólki þeirra og búa til nýjan starfsvettvang á Íslandi.“

Dagskrá Óperudaga má finna á vefnum en einnig getur verið sniðugt að fylgjast með hátíðinni á Facebook.

- -

Upp