Fréttir

„Ókei strákur, þú fékkst hlutverkið“

Föstudagsmyndbandið er á sínum stað hér á leikhusin.is og í þetta skiptið bjóðum við upp á gamalt, gott og hjartnæmt myndband af kvikmyndaprufu. Í prufunni sjáum við hinn kornunga Henry Thomas reyna að sannfæra leikstjórann Steven Spielberg um að hann sé sá rétti til að leika Elliott í ævintýramyndinni E.T.

Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Henry gjörsamlega neglir prufuna eftir smá leiðbeiningar frá Spielberg, en að sögn leikstjórans voru allir í rýminu hágrátandi á meðan senunni stóð. Í lokin má svo heyra leikstjórann segja „Okay kid, you got the job“. Eftir þessa frábæru prufu kom hreinlega enginn annar til greina.

 

- -

Upp