Fréttir

Nýtt leikár hafið í Þjóðleikhúsinu

Leikárið er hafið í Þjóðleikhúsinu. Starfsfólk þar á bæ kom saman í síðustu viku, fagnaði upphafi nýs leikárs og lét taka af sér stórglæsilega hópmynd af því tilefni. Um helgina var sirkussöngleikurinn Slá í gegn endurfrumsýndur og það má því með sanni segja að leikárið sé komið á fullt skrið á Hverfisgötunni.

Undirbúningur fyrir söngleikinn um Ronju Ræningjadóttur er að ná hápunkti um þessar mundir, en sýningin verður frumsýnd þann 15. september næstkomandi. Önnur frumsýning vetrarins verður svo gamanleikurinn Fly me to the moon sem til stendur að frumsýna í Kassanum í lok september. Gamanleikkonurnar Ólafía Hrönn og Anna Svava munu leika einu tvö hlutverk sýningarinnar.

- -

Upp