Borgarleikhúsið

Nýtt Dúkkuheimili í athyglisverðu kynningarmyndbandi

Dúkkuheimilið, annar hluti var frumsýndur um helgina og hefur sýningin fengið misjafnar viðtökur. Silja Aðalsteinsdóttir talar vel um verkið og uppsetninguna í gagnrýni sinni í Tímariti Máls og Menningar en Jón Viðar Jónsson er á öðru máli og kallar uppsetninguna „Ibsenska undanrennu“ á fésbókarsíðu sinni.

Nú hefur Borgarleikhúsið gefið út stórglæsilegt kynningarmyndband þar sem skyggnast má inn í heim Nóru, fimmtán árum eftir að hún yfirgefur heimili sitt. Nánar má fræðast um annan hluta Dúkkuheimilisins á vefsíðu Borgarleikhússins og miða má finna á tix.is.

 

- -

Upp