Fréttir

Nýr markaðsstjóri Borgarleikhússins

Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

María Hrund Marinósdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Borgarleikhússins og mun hefja störf þann 1. ágúst næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Jóni Þorgeiri Kristjánssyni sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri ÍMARK.

María Hrund hefur unnið síðastliðið ár sem markaðsstjóri Strætó þar sem hún innleiddi nýjar áherslur í markaðs- og kynningarmálum í almenningssamgöngum undir yfirskriftinni Besta leiðin.  Áður en hún hóf störf hjá Strætó starfaði hún sem markaðsstjóri VÍS frá árinu 2007 – 2016. Árin 2005 til 2007 var hún viðskiptastjóri á Fíton auglýsingastofu en áður ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM og markaðsstjóri hjá DV og Frjálsri fjölmiðlum.

María Hrund er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála. Þá hefur María Hrund gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. sem stjórnarmaður  ÍMARK frá 2013 og sem formaður stjórnar frá árinu 2016.

- -

Upp