Fréttir

Moulin Rouge í Hörpu

Mynd: Nicole Kidman og Ewan McGregor (fanpop.com)

Samkvæmt heimildum leikhusin.is þá ætlar Gréta Salóme, fiðluleikari, söngkona og framleiðandi, að setja upp söngleikinn Moulin Rouge í Hörpu eftir áramót. Verkið byggir á samnefndri kvikmynd. Sagan gerist í rauðu myllunni í París um síðustu aldarmót og fjallar um ástir og örlög. Myndin gerist árið 1899. Christian, ungur enskur rithöfundur er kominn til Parísar til að taka þátt í listalífinu þar og verður ástfanginn af stúlku. Ewan McGregor og Nicole Kidman léku aðalhlutverkin og verður spennandi að sjá hverjir leika þau í uppfærslunni hér heima.

- -

Upp