Fræðsla

Method leikarar sem gengu fáránlega langt

Sumir bandarískir kvikmyndaleikarar aðhyllast svokallaða method-aðferð þegar þeir leika hlutverk. Aðferðin getur verið frekar öfgakennd, en hún felst í því að leikarinn upplifi sjálfur á sem raunverulegastan hátt hvað persónan á að hafa upplifað. Í myndbandinu hér að ofan má sjá samantekt á nokkrum tilfellum þar sem leikari gekk töluvert langt til þess að túlka hlutverk.

Þar er meðal annars greint frá því að fyrir fjölmörg hlutverk hefur leikarinn Christian Bale gengið töluvert langt í að breyta líkamsþyngd sinni. Hann grennti sig um 28 kíló fyrir hlutverk í kvikmyndinni The Machinist. Eftir þetta gríðarlega þyngdartap þurfti leikarinn svo að þyngja sig aftur um 50 kíló fyrir titilhlutverkið í kvikmyndinni Batman Begins.

JIM & ANDY

The Great Beyond

Sumir method-leikarar reyna að setja sig í spor þeirra sem þeir leika og reyna að lifa sem persónan allan tímann á meðan á tökum myndarinnar stendur. Þegar Jim Carrey lék grínistann Andy Kaufman í kvikmyndinni Man on the Moon var hann alltaf í karakter þegar hann mætti á tökustað. Í nýlegri heimildarmynd sem ber heitið Jim & Andy: The Great Beyond er sagt frá því að Jim hafi meðal annars átt samtöl við ættingja hins látna Andy Kaufmans sem persónan, þar á meðal tilfinningaríkt klukkutíma langt spjall við dóttur sem fékk aldrei að hitta föður sinn í lifanda lífi. Þessa áhugaverðu heimildarmynd er hægt að sjá á Netflix.

- -

Upp