Fréttir

Maríanna Clara nýr dramatúrg Borgarleikhússins

Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur verið ráðin dramatúrg Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hagalín sem færði sig á dögunum yfir til Þjóðleikhússins.

Maríanna hefur störf þann 1. maí. en mun taka þátt í verkefnavalsnefnd leikhússins á næstunni. Þá verður hún hluti af nýju listrænu teymi Borgarleikhússins.

Maríanna Clara útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2003 og hefur leikið í fjölmörgum leikritum síðan. Má nefna

hlutverk Dóru í In Transit í Borgarleikhúsinu, Osló, Edinborg og London; Stellu í Hinum útvalda í Loftkastalanum, Birnu í Örlagaeggjunum í Borgarleikhúsinu, Peggy Pickiet sér andlit guðs í Borgarleikhúsinu og Rosie í Mamma Mia sömuleiðis svo fátt eitt sé nefnt.

Maríanna Clara er mikill femínisti eins og kom fram í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Þá lifir hún bíllausum lífstíl.

Hún er ein af stofnendum Leikfélagsins Kvenfélagsins Garps og hefur leikið í uppfærslum þess. Þá er Maríanna menntaður bókmenntafræðingur og hefur sinnt kennslu í fræðunum við Háskóla Íslands.

Miklar sviptingar eru á leikhúsmarkaðnum ef svo má segja um þessar mundir. Nýir leikhússtjórar bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, fólk á faraldsfæti.

Grein frá Vísi.

- -

Upp