Fréttir

Málþing um Jóhann Sigurjónsson

Leikfélag Reykjavíkur heldur málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans verður haldið í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október kl. 11. Jóhann var eitt af okkar fyrstu „alvöru“ leikskáldum.

Hann skrifaði reyndar á dönsku en engu að síður hafa leikrit hans lifað á íslensku leiksviði til þessa dags: Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. Önnur leikrit hans, Skugginn, Bóndinn á Hrauni, Lyga-Mörður og Rung læknir komust ekki á flug.

Leikfélag Reykjavíkur hefur sviðsett Galdra-Loft fimm sinnum og munu leikarar félagsins leiklesa Galdra-Loft í lok málþingsins. Magnús Þór Þorbergsson mun flytja erindi um Jóhann og verk hans sem hann nefnir „Útilegumenn og búðarlokur“. Pallborðsumræður ungs sviðslistafólks verða að erindi loknu.

Málþingið hefst kl 11:00. Á Litla sviði Borgarleikhússins. Veitingar veittar í hléi.

Grein frá Borgarleikhúsinu.

- -

Upp